Æsingur – íslensk furðusagnahátíð – verður sett 3. nóvember í Norræna húsinu!


Árið 2016 var haldin alþjóðleg furðusagnahátíð fyrsta skipti í Iðnó í Reykjavík sem kölluð var IceCon 2016. Þangað var boðið erlendum heiðursgestum og þar gafst aðdáendum furðusagnabókmennta tækifæri til að hittast og skrafa um sameiginleg áhugamál sín, njóta fjölbreyttrar og alþjóðlegrar dagskrár og kynnast rithöfundum og öðrum sem starfa á sviði furðunnar en furðusögur er til meðal annars hægt að skilgreina sem vísindasögur, ævintýrasögur (e. fantasíur), hryllingssögur og allt þar á milli.

Sú hugmyndin spratt upp á IceCon 2018 hátíðinni að hafa hátíð sem væri minni í sniðum mögulega árin á milli alþjóðlegu hátíðanna og þá á íslensku – fyrir íslenska höfunda og lesendur furðusagna – til að brúa bilið milli IceCon hátíða. Skipuleggjendur IceCon 2020, sem verður í nóvember á næsta ári, fóru því af stað í vor og skipulögðu Æsing með áherslu á íslensku furðusagnasenuna og til að styðja við þá grasrót sem er að verða til í gerð íslenskra furðusagna en hún er ung og það þarf að hlúa vel að henni.

Hátíðin verður haldin í Norræna húsinu 3. nóvember,  byrjar klukkan 14:00 og líkur formlega klukkan 18:00 en um kvöldið verður PöbbQuiz í anda hátíðarinnar og skemmtilegheit á Stúdentakjallaranum sem við hvetjum sem flesta til að mæta á.

Okkur langar mikið að heyra í rithöfundum í þessum hóp hvort þið hafið áhuga á því að lesa upp úr verkum ykkar á hátíðinni. Ef svo er þá væri rosalega gaman að heyra í ykkur á icecon tölvupóstinum (eða hérna): icecon.reykjavik@gmail.com

Við erum mjög spennt fyrir þessu og vonumst til þess að sjá sem flest ykkar á Æsing, 3. nóvember, í Norræna húsinu!

Dagskrá

Staðsetning