IceCon er furðusagnahátið sem hefur verið haldin í Reykjavík annað hvert ár síðan 2016.
Síðustliðin fimmtán ár hefur mikil gróska verið í útgáfu furðusagna á Íslandi. Meira en tuttugu nýir höfundar hafa gefið út furðusögur síðastliðin ár en framan af var lítið um útgáfu í þeim bókaflokki. Höfundarnir Heiður Baldursdóttir og Kristmann Guðmundsson (sem skrifaði vísindaskáldsögur undir rithöfundanafninu Ingi Vídalín) eru talin frumkvöðlar í furðusögum en þau eru meðal fárra höfunda sem gáfu út furðusögur á seinni hluta tuttugustu aldarinnar.
Furðusögur er íslenskt hugtak notað fyrir bókmenntir sem almennt eru flokkaðar sem vísindaskáldsögur, ævintýrasögur (fantasíur) og/eða hrollvekjur. Þetta hugtak verður nú almennt notað fyrir þennan flokk bókmennta á Íslandi.
Þessi áhugi á furðusögum á Íslandi hefur leitt til fjölda umræðuvettvanga. Árið 2012 var haldin málþing um furðusögur sem leiddi til aukins áhuga á bókmenntagreininni.
Árið 2016 var haldin alþjóðleg furðusagnahátíð fyrsta skipti í Iðnó í Reykjavík sem kölluð var IceCon 2016. Þangað var boðið erlendum heiðursgestum og þar gafst aðdáendum furðusagnabókmennta tækifæri til að hittast og skrafa um sameiginleg áhugamál sín, njóta fjölbreyttrar og alþjóðlegrar dagskrár og kynnast rithöfundum og öðrum sem starfa á sviði furðunnar. Síðaan þá hefur hátíðin verið haldin tvisvar með góðum árangri. Aðdáendasamfélagið á Íslandi er sterkur hópur einstaklinga sem öll hafa það sameiginlegt að njóta furðusagnaheimsins, en furðusögur er til dæmis hægt að skilgreina sem vísindasögur, ævintýrasögur (e. fantasíur), hryllingssögum og allt þar á milli.