IceCon 2021 kynnir með stolti!

Mary Robinette Kowal

Rithöfundur


Mary Robinette Kowal er bandarískur rithöfundur sem hefur skrifað The Glamourist Histories sögubálkinn, Ghost Talkers og The Lady Astronaut bókaflokkinn. Hún er meðlimur í hlaðvarpinu Writing Excuses og vann John W. Campbell verðlaunin sem besti nýi furðusagnahöfundur ársins 2008. Hún hefur síðan unnið þrjú Hugo verðlaun og RT Reviews verðlaun fyrir bestu fantasíu skáldsöguna. Fyrsta bókin í Lady Astronaut bókaflokknum, The Calculating Stars vann Nebula verðlaunin fyrir bestu skáldsögu og nú síðast Locus verðlaunin fyrir bestu vísindaskáldsöguna. Bókin er tilnefnd til Hugo verðlaunanna sem kynnt verða í ágúst. Þriðja bókin í þessari bókaröð er væntanleg haustið 2020. Sögur hennar hafa birst í tímaritunum Asimov’s, Clarkesworld og mörgum Year’s Best smásögusöfnum.

Mary Robinette hefur einnig starfað sem leikbrúðustjórnandi í 25 ár og vann meðal annars við Latabæ á Íslandi á árunum 2004-2005. Auk þess vann hún fyrir The Center for Puppetry Arts, Jim Henson Pictures og er stofnandi Other Hand Productions. Hún hefur fengið tvær UNIMA-USA viðurkenningar fyrir hönnun sína, sem er mesti heiður sem bandarískum leikbrúðuhönnuður getur hlotið. Hún hefur talsett skáldsögur eftir Seanan McGuire, Cory Doctorow og John Scalzi. Hún býr í Nashville með eiginmanninum sínu, Rob, og meira en tólf ritvélum.

Hægt er að finna meira um Mary Robinette á maryrobinettekowal.com