IceCon 2020 kynnir með stolti!

Hildur Knútsdóttir

Rithöfundur


Hildur Knútsdóttir  er íslenskur rithöfundur og handritshöfundur, fædd árið 1984. Hún skrifar bæði fyrir börn og fullorðna í hinum ýmsu miðlum. Tvíleikur hennar um innrás mannætugeimvera á Íslandi, Vetrarfrí og Vetrarhörkur, hlutu Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna árið 2016 og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2017 og hefur útgáfuréttur þeirra verið seldur til fjölmargra landa. Um þessar mundir er unnið að sjónvarpsseríu byggðri á bókunum.

Áttunda bók hennar, Ljónið, er fyrsta bókin í nýjum furðusagnaþríleik. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkur 2019. Níunda bókin hennar, Nornin, kom síðan út í byrjun nóvember 2019 og er önnur bókin í furðusagnaþríleiknum.

Hildur er femínisti og loftslagsaktívisti og er búsett í Reykjavík.

Heimasíða Hildar er : www.hildurknutsdottir.com